Fréttir 3.júní |sumarmót | Íslandsmót | KSÍ hæfileikamótun

Nú er loksins komið sumar, ekki í veðurkortunum en sumarmótin og Íslandsmótið er farið að rúlla. Allir flokkar á Íslandsmóti hafa nú spilað einhverja leiki og gengið hefur verið upp og ofan eins og gengur.  Hér má sjá í hlekk hvernig gengið hefur verið, með því að breyta dagsetningu og velja sérstakan flokk er hægt að skoða eins og manni hentar.

Nú ættu öll þjálfaramál að vera komin á hreint,
Ejub er yfirþjálfari og fer með 6. og 7.fl kk á mót ásamt Bega.
Björn Sólmar fer með 6.fl kv og 4.fl kvenna á mót.
Jeannette er með 5.fl kv
Ingibjörg Sumarliða sér um 7.fl kv
Einar Magnús er með 4.fl kk
Bega er með 2. og 3.fl kk
Ingólfur Sigurðsson er með 5.fl kk

Ég mun uppfæra þjálfarasíðuna hjá okkur og setja þar réttar upplýsingar um þjálfara. Það er mikilvægt að vera í sambandi við þjálfara varðandi það hvort iðkandi er í fríi eða komist ekki í einstaka verkefni.

Ég minni á facebook hópana fyrir flokkana, ef einhver er ekki þar inn þá má endilega senda mér póst freydis@fsn.is og fá upplýsingar. Þar eru öll dags dagleg samskipti og foreldrar nokkuð virkir að tala saman.  Þar er akstur skipulagður í leiki t.d.

Nú styttist vonandi í búningana okkar, því miður hefur þetta ekki gengið eins og við höfðum vonað og komu þeirra verið frestað endurtekið. Það nýjasta sem ég heyrði var að þeir kæmu á laugardag.. vonandi gengur það eftir.

Samstarfið á núna nýja fána og mig langar að hvetja ykkur sem eruð að fara á stærri mót (nú eða bara leik í Íslandsmótinu og viljið flagga merkinu okkar) að heyra í mér og fá fána. Eins minni ég á tattoo-in hjá okkur, þau kosta 200.- stykkið.

Í lokin er gaman að segja frá því að ksi hefur boðað Fehimu og Birtu úr 4.flokki að koma á hæfileikamótun í sumar á Laugarvatni. Báðar mjög efnilegar og það verður spennandi að fylgjast með þeim áfram.

Áfram Snæfellsnes
#snaefc

Birt í Forsíða | Merkt | Færðu inn athugasemd

Fréttir 11.maí | maraþonbolti í haust | Íslandsmót samstilling

Góðan dag

Nú hafa 5., 6. og 7. flokkur karla og kvenna öll spilað eitt vormót og var gengi liðanna heilt yfir mjög gott. Flest -ef ekki öll- lið fengu verkenfi við hæfi og vonandi allir glaðir. Mig langar að benda ykkur á sporthero.is þar sem liðsmyndirnar munu birtast. Fyrri helgin er komin inn en von er á seinni helginni snemma í þessari viku.

Því miður verðum við að fresta maraþonfótboltanum fram á haustið. Það er of margt í gangi hjá börnum og fullorðnum til að þetta gangi vel upp.

Nú styttist í Íslandsmót hjá flokkunum og mig langar að hvetja foreldra til að hittast aðeins og stilla saman strengi. Ágætt að vita hvernig bílamálum skuli vera háttað, hvort færa þurfi leiki vegna sumarfría og annað sem ykkur þykir skipta máli. Einhverjir flokkar hafa nú þegar hisst og aðrir búnir að bóka fund, ég hvet ykkur til að setja ykkur í samband við mig eða foreldrana í flokknum og hittast.

Stjórn samstarfsins leggur það til að bensínpeningur verði 3.500.- p/farþega. Hingað til hefur gjaldið verið 3.000.- en okkur þykir tímabært að hækka það. Eins langar okkur að leggja það til að foreldrar greiði fyrir börn sín sjálft en láti ekki börnin um það að greiða (þetta mætti þá afgreiða jafnvel daginn áður)

Áfram Snæfellsnes

Birt í Forsíða | Færðu inn athugasemd

Fréttir 4.maí

Nú er starfið komið af stað fyrir sumartímabilið. Flestir flokkar byrjaðir að keppa, nýjir búningar á leiðinni og foreldrar vonandi komnir vel af stað með að skoða sumarið og skipulag þess.

Síðustu tvær helgar fóru 5 flokkar og kepptu á TM móti Stjörnunnar. Fyrri helgin var haldin um miðjan vetur að því er virðist því þátttakendur lentu í skafrenning, frosti og norðan gaddi. Seinni helgin var hins vegar heppnari með aðstæður og fékk bjart og fallegt veður (þó svo að kári kuldaboli hafi ekki alveg gefið sig í hitatölum).
Snæfellsnes sendi 86 krakka á mótið! frábært hjá okkur! Foreldrar foru mjög virkir og þurftu í einhverjum tilfellum að stýra liðum þar sem mörg lið kepptu á sama tíma. Á sunnudagsmorgninum vorum við með 6 lið á svæðinu en aðeins 3 þjálfara og því óhjákvæmilegt að einhverjir árekstrar á leikjum yrðu. En vonandi hefur það gengið nokkuð vel fyrir sig.  Það væri kannski fínt að heyra af framkvæmd frá þeim sem voru á svæðinu (freydis@fsn.is).

Sporthero.is var á svæðinu og tók myndir af liðunum. Núna á næstu dögum koma inn liðsmyndir og mögulega myndir af leikmönnum í leik inn á heimasíðuna þeirra. Liðsmyndirnar eru í boði TM og ég hvet ykkur til að hlaða þeim niður og eiga. Ég mun birta þær hér þegar þær koma.

Í kvöldfréttum í gær voru krakkar í 5.flokki Snæfellsnes karla og kvenna í smá innskoti. Hér er hlekkur, krakkarnir koma þegar 11 mínútur eru liðnar.

ATH – ATH- ATH – ATH
Maraþonfótboltinn frestast!   Áætlaður dagur var 9.maí en við höfum fært daginn fram til 16.maí.  Áætlað er að byrja fyrri part laugardags og klára á sunnudegi. Nánara skipulag kemur þegar líður nær. Fljótlega kemur þó skráningarform fyrir þá sem geta aðstoðað og þá sem ætla að spila fótbolta.  Við lærðum eitthvað af reynslunni síðasta haust og ætlum að fjölga fólki yfir há-nóttina. Önnur atriði sem þið munið eftir megið þið endilega koma á mig (freydis@fsn.is), við viljum endilega halda áfram að þróa þetta. Síðast voru foreldrar duglegir að smyrja/baka/kaupa/safna/poppa nesti fyrir krakkana og má endilega fara að huga að því.

Annað er það ekki í bili en nóg er um að vera, fylgist með.

Áfram Snæfellsnes

Birt í Forsíða | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

5.fl kvenna TM mót Stjörnunnar 3.maí

Þá kemur liðaskiptingin fyrir 5.flokk kvenna fyrir sunnudaginn 3.maí.

Nokkur atriði..

#1 Þjálfari á svæðinu er Björn og mun hann hafa samband við foreldra til að aðstoða með utanumhald á meðan mótinu stendur. Þeir sem fá það hlutverk ætla að sjá til þess að liðin mæti í knattleikni og myndatöku meðal annars.

#2  „hashtag’ið“ okkar er #snaefc notum það :)

#3 Vorið er ekki að leika við okkur! höfum það í huga að betra er að vera of en van klæddur.

#4  Mótið er spilað á gervigrasvöllum Stjörnunnar, vallarkort hangir uppi á svæðinu og er líka í bæklingnum sem ég hef nú birt á facebook hópunum..

#5 Heimasíða mótsins  https://www.tm.is/stjornumot-tm-i-knattspyrnu/

#6 Notum endilega tattoo-in okkar. Ég sjálf (Freydís) verð á svæðinu með tattoo til að kaupa. 200kr/stk

Lið 1 Aníta, Minela, Sara, Sunna, Björg Eva, Sædís
Þálfari Björn Sólmar
Kl 9.15 V 10 Snæ-Fram
Kl 9.45 v 12 snæ-stjarnan
Kl 10.15 v 13 snæ-álftanes
Kl 10.45 v 14 snæ-rkv
Kl 11.30 v 12 snæ-ía
Kl 11.45 knattþrautir
Kl 12.15 v 10 snæ-fram

Ath að bæði lið eiga myndatöku milli 11-12 spurning um að reyna að fara saman.

Lið 2 Aldís, Margrét, Eir, Íris, Heiðrún, Laufey, Inga

Kl 9.15 v 13 snæ-afturrelding
Kl 9.30 knattþrautir
Kl 10.00 v 10 snæ-stjarnan
Kl 10.30 v 11 snæ-álftanes
Kl 11.00 v 12 snæ – rkv
Kl 11.45 v 10 ía-snæ
Kl 12.15 v 13 snæ- afturelding

Ath að bæði lið eiga myndatöku á milli 11-12. Spurning um að reyna að fara saman.
Prentið út bæklinginn sem er á facebook og fylgist með þar líka (eg er aðsetja þetta inn í símanum og gæti hafa ruglast á tölum… )
Áfram snæfellsnes
‪#‎snaefc‬

Birt í Forsíða | Merkt , | Færðu inn athugasemd

TM mót Stjörnunnar 7.fl kk | 26.apríl

Þá kemur liðaskiptingin fyrir 7.flokk karla fyrir sunnudaginn 26.apríl.

Nokkur atriði efst og svo liðin fyrir neðan.

#1 Þjálfari á svæðinu er Ejub og mun hann hafa samband við foreldra til að aðstoða með utanumhald á meðan mótinu stendur. Þeir sem fá það hlutverk ætla að sjá til þess að liðin mæti í knattleikni og myndatöku meðal annars.

#2  „hashtag’ið“ okkar er #snaefc notum það :)

#3 Vorið er ekki að leika við okkur! höfum það í huga, foreldar kannski taka með sér ullarteppi, heitt kakó og jafnvel kuldagalla ef það fer þannig. Mótið er þó haldið á veðursælum stað í Garðabænum og mögulega eitthvað skjól á svæðinu. En betra er of en van í þessum efnum.

#4  Mótið er spilað á gervigrasvöllum Stjörnunnar, vallarkort kemur síðar.

#5 Heimasíða mótsins  https://www.tm.is/stjornumot-tm-i-knattspyrnu/

#6 Notum endilega tattoo-in okkar. Ég sjálf (Freydís) verð á svæðinu með tattoo til að kaupa. 200kr/stk

Lið í brasilísku deildinni:
Ellert
Mikael M
Lárus
Eiríkur
Brynjar
Arnar Valur
Brasilíu liðið fer í myndatöku eftir annan leik kl 13.00
Brasilíu liðið fer í knattþrautir kl 12.45

7.fl kk Brazil

Lið í dönsku deildinni
Magnús G
Páll Hilmar
Kári
Birgir
Friðþjófur
Ívar
Danmerkur liðið fer í myndatöku eftir fyrsta leik kl 9.15
Danmerkur liðið fer í knattþrautir kl 11.15

7.fl kk Danmörk

Lið í frönsku deildinni
Erik
Sigurjón
Jósep
Heikir
Haukur
Reynir
Daníel Áki
Frakklands liðið fer í myndatöku eftir 4.leik kl 11.00
Frakklands liðið fer í knattþrautir kl 9.30

7.fl kk Frakkland

Áfram Snæfellsnes!

Birt í Forsíða | Merkt , | Færðu inn athugasemd

TM-Mót liðaskipting 6.flokkur kk. | 25.apríl – Stjörnuvöllur.

Góðan dag,

þá er liðaskipting klár og birtist hún hér neðar í þessum pósti. Byrjum á nokkrum atriðum:

#1 Þjálfari á svæðinu er Ejub og mun hann hafa samband við foreldra til að aðstoða með utanumhald á meðan mótinu stendur. Þeir sem fá það hlutverk ætla að sjá til þess að liðin mæti í knattleikni og myndatöku meðal annars.

#2  „hashtag’ið“ okkar er #snaefc notum það:)

#3 Vorið er ekki að leika við okkur! höfum það í huga, foreldar kannski taka með sér ullarteppi, heitt kakó og jafnvel kuldagalla ef það fer þannig. Mótið er þó haldið á veðursælum stað í Garðabænum og mögulega eitthvað skjól á svæðinu. En betra er of en van í þessum efnum.

#4  Mótið er spilað á gervigrasvöllum Stjörnunnar, vallarkort kemur síðar.

#5 Heimasíða mótsins  https://www.tm.is/stjornumot-tm-i-knattspyrnu/

Liðaskipting og leikjaplan:

Lið 1
Lið 1 á myndatöku milli 10.00-10.30
Lið 1 á knattþrautir kl 11.30

Ísak
Snær
Viktor
Björn Kári
Max
Björn Oli

Leikir liðsins eru dökkbláir á þessari mynd.

6.fl kk TM mót

Lið 2
Lið 2 á myndatöku milli kl 13.30-14.00
Lið 2 á knattþrautir kl 14.00

Kristján F
Jónas
Guðberg
Gabriel B
Elí Örn
Markús

Leikirnir liðsins eru gráir og á völlum 7, 8 eða 9.

TM mót 6.fl kk E

Lið 3
Lið 3 á myndatöku milli kl 10.00-10.30
Lið 3 á knattþrautir kl 10.30

Matthías
Allan
Jón B
Kristall
Davíð
Asmer

Leikir liðsins eru fölbleikir

6.fl kk TM mót

Birt í Forsíða | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Foreldrastarfið

Sælir foreldrar (ég geri ráð fyrir að flestir sem lesi hér inni séu foreldar eða aðrir aðstandendur)

Nú eru haustmótin farin að rúlla og einhverjir flokkar búnir með sitt haustverkefni og aðrir að taka við. Það er leikdagur hjá Snæfellsnesi allar helgar héðan í frá og til lok nóvember.  Endilega verið dugleg að nota #snaefc fyrir instagram og facebook:)

Mig langaði að benda á facebook síður sem við ætlum að reyna að hafa sem virkasta. Hver flokkur á sinn hóp þar sem foreldar geta spjallað saman um mál sem tengjast flokkunum. Almennt séð eru þessar síður hugsaðar fyrir foreldra en ekki iðkendur. (það er þó lína sem ég treysti foreldrum hvers flokks fyrir sig að draga)

Hérna fyrir neðan mun ég setja hlekki inná viðeigandi facebook hópa.

Byrjendaboltinn (8.fl kk og kv, 2009-2010)

7.fl kv (2007-2008)

7.fl kk (2007-2008)

6.fl kk (2005-2006)

6.fl kv (2005-2006)

5.fl kv (2003-2004)

5.fl kk (2003-2004)

4.fl kk (2001-2002)

4.fl kv (2001-2002)

3.fl kk ( 1999-2000)

3.fl kv (1999-2000)

hætta í hóp

hérna er síðan smá skjáskot þar sem þið sjáið hvar þið getið skottast úr gamla hópnum ykkar ef þið voruð að ganga upp um flokk á nýju tímabili.

Það er á áætlun samstarfsins að hafa foreldrafundi í haust. Ég mun setja það skipulag hér inn og inná síður hópanna þegar það verður komið á hreint.

Áfram Snæfellsnes
#snaefc

 

Birt í 3. fl kk, 3. fl kvk, 4. fl kk, 4. fl kvk, 5. fl kk, 5. fl kvk, 6. fl kk, 6. fl kvk, 7. fl kk, 7. fl kvk, Byrjendabolti, Forsíða | Færðu inn athugasemd

Haustverkefni Snæfellsness

Þá er komið að fyrsta verkefni nýs tímabils. Keflavíkurmótið

Ég er búin að uppfæra „skráning á mót“ hjá flestum flokkum og við erum byrjuð að taka niður skráningu.

Frekari fregnir af þjálfaramálum koma síðar, það er allt í vinnslu og vonandi verður það komið á hreint í lok mánaðar.

Birt í Forsíða | Færðu inn athugasemd

Smá fréttir

Nú er innheimtum í fótboltamaraþoninu að ljúka og innheimtur eru góðar:) Enn of aftur þökkum við stuðninginn við starfið!

Næst á dagskrá er að uppfæra iðkendalista og flokka. Mætingarlistar og skráningarlistar frá aðildarfélögum ættu að berast mér innan tíðar. Þeir sem hafa áhyggjur af því að vera hvergi búnir að skrá tölvupóstfang mega hafa samband við mig og ég lagfæri það.

Fljótlega verður síðan komand ár teiknað upp og þjálfarar settir á flokka og ákvarðanir um verkefni tekin. Auk þess erum við að setja af stað foreldraráð hjá hverjum flokki (svipað og tengiliðir sem við flest könnumst við) Endilega setjið ykkur í samband við Samstarfsnefndarfólk ef þið hafið áhuga á að vinna með okkur. Þeir sem eru í foreldraráði myndu þá halda utan um allt sem tengist flokknum nema þjálfun. Þá er það t.d. ferðalög til og frá keppnisstöðum, nesti, stemmning og annað utanumhald sem okkur dettur í hug, foreldraráð yrði einnig tengiliðir foreldra við þjálfara og gætu komið óskum frá foreldrum til þjálfara eða samstarfs varðandi mót sem flokkurinn hefði áhuga á að taka þátt í. Við mælum með facebook grúppum þar sem flestir kíkja reglulega þangað og auðvelt að fylgjast með fréttum þar.
Vonandi virkar þetta vel og bætir starfið hjá okkur.

Áfram Snæfellsnes!

Birt í Forsíða | 4 athugasemdir

Fótboltamaraþon – uppgjör

Nú um helgina fór fram fótboltamaraþon Snæfellsnessamstarfsins (það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum:) ). Stutta sagan er sú að allt gekk svakalega vel! Ég á varla orð til að túlka alla þá gleði, hamingju, dugnað, stolt og samvinnu sem ég varð vitni að.

Það er nánast sama í hvaða horn ég lít, allt gekk eins og smurt. Allir foreldrar meira en til í að hjálpa hvort sem var við undirbúning eða framkvæmd. Með svona foreldra á bak við félagði okkar getum við svo sannerlega allt! Krakkarnir fáránlega skemmtileg og höfðu svakalega mikið þol í fótboltanum. Til dæmis hef ég í raun aðeins tekið við kvörtunum í þá átt að einhverjir hefðu viljað spila meiri fótbolta:)

Þessa stundina er verið að vinna úr áheitum og á næstu dögum fá þeir sem ekki hafa nú þegar greitt skilaboð frá mér.

Ég er ofsalega stolt af okkur öllum eftir þessa helgi!
Takk allir!

Til að sjá myndir frá maraþoninu má smella sér inn á facebook síðu samstarfsins.
Áfram Snæfellsnes!

Birt í Forsíða | Færðu inn athugasemd

Fótboltamaraþon í íþróttahúsinu í Ólafsvík

Nú er allt að smella, lokaundirbúningur kominn langt:)

Varðandi nestismál þá eru flestir hópar (ef ekki allir) komnir með einhvers konar plan þannig að enginn ætti að vera svangur. Til að fá frekari upplýsingar eða bjóða fram einhvers konar góðgæti eða næringu má hafa samband við þessa foreldra:  Guðný (5.fl kv), Kristín (5.fl kk), Halla (4.fl kv)
Steinunn (8.fl (og 4.fl og 6.fl ..og m.fl og og og)
Kristín (7.fl kk/kv)
Freydís (6.fl kk)

Munið að senda krakkana með vatnsbrúsa, allir eru meira en velkomnir á svæðið hvenær sem og við ætlum að reyna að hafa þetta svakalega skemmtilegt:) allir að spila og leika sér bæði innan vallar og utan.
Ég minni á #snaefc merkið okkar þannig að hægt verði að rekja allar myndirnar frá okkur. Þeir sem verða á „vakt“ reyna að vera dugleg að setja inn smá status á facebook svo við hin getum fylgst með.

varðandi spilatíma og hvíldir þá erum við aðeins að spila það eftir eyranu en þó verður plan sem við vinnum eftir. Ef einhver er ofuráhugasamur má hafa samband við mig freydis@fsn.is og fá upplýsingar um það. Gæsluaðilar fá slíkar upplýsingar þegar við á:)

Eru ekki allir klárir?

Áfram Snæfellsnes.

p.s. ef einhver hefur ekki fengið bank á hurðina sína en vill styrkja maraþonið (t.d. fyrirtæki) þá má hafa samband á freydis@fsn.is eða í gsm 824-0066.

p.p.s  það eru ekki nema rétt 40 tímar til stefnu

 

Birt í Forsíða | Færðu inn athugasemd

Uppskeruhátíð | Maraþonfótbolti

Á sunnudag kl 16 þegar 2.flokkur hefur lokið sínum leik hefst síðan uppskeruhátið Snæfellsnessamstarfsins. Þar verður allt með hefðbundnu sniði, viðurkenningar veittar og síðan pylsur og svalar.

 

skipulag 2.útg

Hér að ofan sjáið þið skipulag (opið fyrir athugasemdir). Fyrir iðkendur þá finnið þið flokkinn lengst til vinstri og getið elt línuna út þangað til hún er lituð. Þá sjáið þið tímann sem viðkomandi flokkur á að spila. Foreldrar finna nafnið sitt og fara svo í beina línu efst í skjalið og finna þá tímann. (t.d. Helga&Kiddi mæta kl 22 og fara kl 01) Ef eitthvað er óljóst sendið mér þá línu freydis@fsn.is
Áður hafði verið talað um sund fyrir krakkana, ákveðið hefur verið að slaufa því í þetta sinn.

nokkur praktísk atriði

#1  Mætum tilbúin í fótboltafötum þar sem mikið verður um að vera á svæðinu þennan sólarhring og klefarnir að einhverju leiti uppteknir. Það verða þó opnir klefar þannig að hægt verður að klæða sig og sturta. Þeir sem mæta fyrst (byrjendabolti og 7.fl) þurfa að vera tilbúin því þá verða allir klefar uppteknir.

#2 mætum tímanlega. Bæði foreldrar og iðkendur er vinsamlegast beðin að mæta tímanlega svo að skipti á milli hópa verði sem best. Það þarf að passa að fara ekki fyrr en einhver hefur tekið við (þetta á aðallega við um foreldra sem eru í gæsluhlutverki) Flestir hópar eru með einhverja skörun, það er bara kl 8 á sunnudagsmorgni sem öllum er skipt út í einu.

#3 Nestismál. Mig langar að setja það í hendur á foreldrum að útbúa nesti. Þar sem 7.flokkur kk og kv er að spila yfir kvöldmatatíma þurfum við að skipuleggja eitthvað fyrir þann hóp. (hérna væri mjög gott að heyra frá foreldrum, viljið þið panta pizzu ofan í grísina -mögulega hægt að fá tilboð-, smella á samlokur með skinku ..) Þar sem byrjendaflokkurinn er aðeins að spila í 2 tíma væri nóg ef einhver tæki sig til að myndi skera niður ávexti fyrir þessa krakka.  6.fl kk og kv er að spila um kvöldið og koma væntanlega á svæðið nýbúin að borða kvöldmat þannig að hérna væri nóg (..og líka mjög skemmtilegt) ef einhver vildi poppa fyrir liðið (..eða græja snakk) og skera niður ávexti.  5.fl kk /kv og 4.fl kk/kv eru síðan í næturhollinu. Foreldrar eru hér komnir aðeins af stað með nesti ofan í þennan hóp. Nýtum endilega facebook. Ég get líka sent póst á alla á netfangalista til að koma af stað umræðu.
Bottom line-ið í þessu er að við (foreldrar) ætlum að taka ábyrgð á þessu. Ef einhver vill nesta barnið sitt er það meira en sjálfsagt mál. Sameiginleg úrræði eru þó mun meira partý fyrir krakkana.

#4 Strákarnir í 2. og 3.fl karla ætla að vera meira og minna á svæðinu og leika sér með yngri iðkendum og koma þannig inn í maraþonið meira sem gæsluaðilar en leikmenn -en þeir munu síðan ljúka þessu með leik á Ólafsvíkurvelli kl 14 á sunnudeginum.

#5 Öllum er að sjálfsögðu algjörlega frjálst að vera á svæðinu og fylgjast með maraþoninu, sætin verða útdregin þannig að það ætti að geta myndast stemmning.

#6 Þeim sem er að spila yfir nóttina er ráðlagt að koma með svefnpoka og kodda til að geta aðeins hvílt sig inná milli tarna. Við munum græja dýnur og aðstöðu fyrir slökun.

#7 Verum dugleg að taka myndir og merkja #snaefc

———————————————————————————————————-

 

Birt í Forsíða | Færðu inn athugasemd

Intersportmótið taka 2

Hérna eru liðaskiptingar fyrir laugardag:

8.flokkur

a-lið
Ellert Gauti
Páll Hilmar
Jóhanna Mjöll
Ívar Orri
Sólveig Harpa
Kári Steinn

c-lið – Freydís/Hemmi
Heikir Darri
Haukur Smári
Reynir Már
Ægir Karl
Bríet Sunna

7.fl kv

a-lið – Ingibjörg/Einar
Harpa Dögg
Aníta Ósk
Andrea Ósk
Eyrún Lilja
Eirný Svana

7.fl kk

a-lið – Gunnar Helgi
Allan
Asmer
Eiríkur Frímann
Kristall Blær
Matthías Daði
Mikael Máni

d-lið – Atli Már
Birgir Natan
Brynjar Óttar
Erik Örn
Gabríel Berg
Lárus Breki
Magnús Guðni

6.fl kv

a-lið – ATH hérna vantar mig umsjónarmann/þjálfara
Íris Birta
Kolbrún Líf
Sædís
Sunna
Sigríður Birta
Björg Eva

c-lið – ATH hérna vantar mig umsjónarmann/þjálfara
Aldís
Inga María
Laufey Lind
Unnur Birna
Marta Björg
Eyrún Embla

Leikjaplan er komið á netið hér
Mæting er 30 mín fyrir fyrsta leik.

#snaefc

Áfram Snæfellsnes!

Birt í Forsíða | Færðu inn athugasemd

Úrslitakeppni 4. flokks karla

Þann 5, 6 og 7 september munu fara fram þrír leikir í úrslitakeppni 4. flokks karla. Leikirnir eru gegn Fram, Breiðablik og Breiðablik 2. 

Leikir:
fös 5. sept  – 18:15 – Breiðablik 2 vs Snæfellsnes – Smárahvammsvöllur 
lau 6. sept  – 12:00 – Fram vs Snæfellsnes            – Framvöllur
sun 7. sept – 12:00 – Snæfellsnes vs Breiðablik    – Ólafsvíkurvöllur 

Hópurinn er eftirfarandi:
Ívar
Pétur Steinar
Baldur Olsen
Einar Ingi
Sumarliði
Brynjar
Birgir
Arnleifur
Hjörvar
Benedikt Björn
Dominik
Gunnar Ingi
Gísli
Þráinn
Bjarni
Hilmar
Bjartur

Vinsamlegast kvittið undir hvort að þið komist eða ekki.

Birt í 4. fl kk, Forsíða | 10 athugasemdir

Áheita-maraþon fótbolti

Nú er tímabilinu hér um bil lokið hjá barna- og unglingastarfi Snæfellsnessamstarfsins. Um aðra helgi (13.-14. sept) er búið að skipuleggja maraþon-áheitafótbolta.
Stjórnarmenn á hverjum stað hafa samband við foreldra varðandi skipulag á áheitasöfnun.
Meistaraflokkur kk er að spila heimaleik kl 14 á laugardeginum og eftir það ætlum við að byrja í fótbolta í íþróttahúsinu. Þetta er planið:

Kl 16-18 á laugardag spila:byrjendaboltinn

Kl 16-19 á laugardag spila: 7.fl kv

Kl 17-20 á laugardag spila 7.fl kk

Kl 19-22 á laugardag spila 6.fl kv

Kl 20-23 á laugardag spila 6.fl kk

Kl 22-08 aðfaranótt sunnudag spila 5.fl kk og kv ásamt 4.fl kk og kv. 10 klukkutímar þar sem þau geta skipst á að spila

Kl 08-11 sunnudag 7.fl kk og kv

Kl 10-13 sunnudag 6.fl kv og kk

Kl 13-14 byrjendaboltinn

Þetta er ennþá opið til umræðu og ef rökin eru góð þá er ekkert mál að breyta eitthvað skipulaginu. Við erum komin með aðstöðu fyrir hvíld á meðan á þessu stendur, einnig hefur sundlaugin komið í lið með okkur og krakkarnir fá að stökkva í laugina á meðan þessu stendur. Kl 14 á sunnudeginum eru síðan strákarnir í 2.flokki að spila leik og munu þeir ljúka maraþoninu. Pælingin er að þeir muni ekki spila í íþróttahúsinu heldur mæta og sýna sig og vera aukamenn með krökkunum, kannski skipta sér í pör og mæta saman hér og þar þennan sólarhring.

Það sem okkur vantar frá foreldrum:
Á meðan hver flokkur er að spila þurfa foreldrar að taka sig saman og útbúa nesti – samlokur í grill, ávextir og drykkir- til að halda þeim sem frískustum. Það væri frábært ef þið mynduð hóa ykkur saman og láta mig vita hver sér um hvað (svo ég viti að allir flokkar séu klárir). Einnig þurfa foreldrar að vera á staðnum með krökkunum. Hér er linkur á skráningu fyrir foreldra, setjið nafn og þann tíma sem þið eruð til í að taka – því fleiri því betra!

Í vikunni fyrir boltann ætlar krakkarnir að ganga í hús og safna áheitum, við munum hafa betur samband með það skipulag.

Eftir áheitafótboltann og leikinn hjá 2.fl ætlum við síðan að vera með uppskeruhátíð samstarfsins þar sem við veitum viðurkenningar og grillum pylsur.

Ef einhver hefur eitthvað við þetta að bæta eða vill taka sérstaklega þátt í undirbúningi og er með góðar hugmyndir til að láta þetta ganga vel (..og ef einhver hefur jafnvel reynslu í einhverju svipuðu) þá er um að gera að hafa samband mig eða aðra í stjórn samstarfsins.

Mig langar að bðija ykkur að skrá ykkur í áheitafótboltann. Bæði iðkendur og foreldrar sem geta aðstoðað.

Foreldrar sem geta hjálpað skrá sig hér: http://doodle.com/ry3cvkitb9iitdi4

8.fl kk og kv (börn fædd 2009 og 2008) http://doodle.com/yzeumr5wppknhddb

7.fl kk og kv (fæðingarár 2006 og 2007) http://doodle.com/wtrxdpyhb7h3adyk

6.fl kk og kv (fæðingarár 2004 og 2005) http://doodle.com/54tcbivs6hapivds

5.fl kk og kv (fæðingarár 2002 og 2003) http://doodle.com/m62zqgmawz9swcua

4.fl kk og kv (fæðingarár 2000 og 2001) http://doodle.com/5p5f9v285gy9q74s

#snaefc
Áfram Snæfellsnes!

Birt í 2. fl kk, 3. fl kk, 3. fl kvk, 4. fl kk, 4. fl kvk, 5. fl kk, 5. fl kvk, 6. fl kk, 6. fl kvk, 7. fl kk, 7. fl kvk, Byrjendabolti, Forsíða | Færðu inn athugasemd